© Blush.is    S:775-3330   Hamraborg 1-3 - 200 Kóp - 100% trúnaði er heitið við pöntun og greiðslu – sendum í ómerktum umbúðum um allt land

Opnunartími:

Mánudaga - Miðvikudaga frá 11-18

Fimmtudaga frá 11-21

Föstudaga frá 11-18

Laugardaga frá 12-18

Sunnudaga lokað

 

Fréttir

Hjálpa sleipiefni?

22.03.2017


"Er eðlilegt að ég hætti að blotna á vissum tímapunkti? Ég er bara 22 ára og þetta er að hafa mjög mikil áhrif á kynlífið mitt..."

 


Hæ Gerður,

Ég er með vandamál sem hefur verið að koma upp hjá mér og kærastanum mínum undanfarið þegar við stundum kynlíf. Þegar kynlífið er lengra og við erum að taka okkur tíma í að njóta þá enda ég oftar en ekki á að þorna upp þrátt fyrir að hafa verið tilbúin og blaut rétt áður og kynlífið verður þar af leiðandi mjög vont. Er eðlilegt að ég hætti að blotna á vissum tímapunkti? Ég er bara 22 ára og þetta er að hafa mjög mikil áhrif á kynlífið mitt því ég sjálf er lengi að fá fullnægingu í samförum og kærastinn minn er líka frekar lengi að fá fullnægingu. Er þetta eðlilegt? Hvað get ég gert til að laga þetta?
 

Takk takk,

Erna

 

 

 

Kæra Erna,
 

Þessi spurning kemur oft og reglulega upp og þetta vandamál er í raun mjög algengt. Það hafa meiraðsegja verið gerðar rannsóknir sem sýna að einn þriðji ungra kvenna upplifa að þorna svona eins og þú nefnir. Heppilega þá hef ég eitt lykilorð handa þér fyrir kynlíf: Sleipiefni!

Hver sá sem sagði „Þeimur blautara, því betra“ var klárlega að hugsa um sleipiefni. Sleipiefni er hlutur sem er mjög vanmetinn þrátt fyrir að vera lykilþáttur að góðu kynlífi. Sumir segj að aðeins eigi að nota sleipiefni ef það er vandamál til staðar en það er ekki rétt.

Rannsóknir sýna að konur sem nota sleipiefni reglulega, hvort sem það er í kynlífi með maka eða með sjálfsfróun eru þær sem eru kynferðislega fullnægðari og njóta kynlífsins betur. Það er auðvitað rétt að sleipiefni er mjög mikilvægt fyrir þær sem blotna lítið eða eru með lága kynhvöt, en sleipiefni er yfirhöfuð mikilvægt tól fyrir alla að nota í kynlífi. Sleipiefnið kemur líka í veg fyrir rifur í leggöngum og gerir upplifunina hjá báðum aðilum mun betri.

En áður en þú ferð og kaupir þér sleipiefni í lítratali er best að skoða hvaða tegundir og gerðir eru í boði því sleipiefni er ekki bara sleipiefni. Það er best að finna út hvað hentar þér og þínum þörfum fyrst áður en þú kaupir og vanda valið. Sleipiefni á að kaupa í sérverslunum en ekki á kassa í matvöruverslun.

 

Sílicon sleipiefni:

Sílicon sleipiefnin eru mjög vinsæl og það er aðallega útaf því að þau endast frekar lengi í kynlífi og það þarf sjaldnar að setja meira í miðjum leik. Þessi sleipiefni er hægt að nota með latex smokkum og eru tilvalin ef þú vilt eiga unaðsstundir í sturtu eða í heitapottinum. En það á ekki að nota sílicon sleipiefni með kynlífs leikföngum því það skemmtir þau.

Það þarf ekki mikið í einu af sílicon sleipiefni og það á frekar að nota það sparlega því það er mjög leiðinlegt að ná því úr rúmfatnaði og það getur einnig valdið ertingi í leggöngum. Sílicon sleipiefni eru oft dýrari en þú þarft minna af þeim í einu og þau endast því legur.

Hér er sílocon sleipiefni frá JO, Premium sem við mælum með.

 

Vatnsleysanleg sleipiefni:

Sleipiefni sem eru vatnsleysanleg eru langoftast notuð og eru í rauninni besta valið. Það má nota vatnsleysanleg sleipiefni með öllum kynlífsleikföngum og með latex smokkum og þau eru alveg hættulaus (á meðan þau innihalda ekki glycerin).

Þó að þau endist ekki eins lengi og sílicon sleipiefnin þá eru þau mun auðveldari að þrífa og fjarlægja. Ef að vatnsleysanlega sleipiefnið sem þú ert að nota byrjar að vera stamt í miðjum leik þá er nóg að bæta smá vatni (jafnvel munnvatni) við og allt verður eins og það á að vera í hita leiksins.

Hér er til dæmis hreint vatnsleysanlegt sleipiefni frá JO sem heitir H20 og við mælum alltaf með.

Svo erum við líka að mæla með Agape frá JO sem er sértaklega hannað fyrir viðkvæmar konur sem eru gjarnar að fá sýkingu eða kláða.

 

Olíukennd sleipiefni:

Sumum finnst best að hafa allt 100% náttúrulegt og kjósa að nota olíkennd sleipiefni (eins og kókos olíu eða ólivu olíu). Þetta er auðvitað gott sem sleipefni og ekki skaðlegt en það má samt alls ekki nota þetta með latex smokkum og kynlífs leikföngum, og þar fyrir utan þá koma blettir í rúmfötin.

 

Sleipiefni sem vanda skal valið:

Sleipiefni með bragði geta verið skemmtileg þegar verið er að gefa munnmök en þessi sleipiefni eiga til að valda ertingi í leggöngum. Hjá Blush er hægt að fá vönduð sleipiefni með bragði og tilvalið að kíkja til okkar í búðina og fá að smakka og sjá úrvalið. Eftirréttasleipiefnin okkar hafa verið sérstaklega vinsæl enda bragðið á þeim guðdómlegt. Hægt er að panta prufur af bæði ávaxta eða eftirrétta sleipiefnum á aðeins 990 kr og þá er hægt að finna út hvað þitt uppáhalds er.

Forðast skal að nota vatnsleysanleg sleipiefni sem innihalda glycerin. Þau eru oftast mjög sæt á bragðið og hafa stundum auka eiginleika eins og að gefa hita tilfinningu eða kælandi tilfinningu. Þau hafa verið þekkt fyrir að valda sýkingum.

Einnig skal forðast sleipiefni sem innihalda petroleum eins og Vaselín og allar olíur sem innihalda ilmefni því það getur valdið ertingi og kláða og mun skilja eftir bletti í öllum fatnaði sem það kemur við.

 

Ég á mér draum – draum um að einn daginn verði flaska af sleipiefni á öllum náttborðum í landinu. En í bili skal ég sætta mig við aðeins þitt náttborð.

 

Gerður